Þegar við notum Chrome vafrann er mikið til af viðbótum sem geta hjálpað okkur við lestur og fleira. Hér fyrir neðan getið þið skoðað hvaða lausnir eru í boði og séð hvort þær nýtist ykkur í námi og starfi.
Extension manager
Við þurfum að hafa eitthvað skipulag á viðbótunum okkar því að þær taka orku frá vafranum og hægja á öllu ef þær eru of margar í gangi í einu. Hér er viðbót til að slökkva og kveikja á þeim eftir hentugleika
OpenDyslexic for Chrome
Einföld viðbót sem gerir notandanum kleift að breyta um textagerð á vefsíðum yfir í lesblindufont
Dyslexia Friendly
Breytir leturgerð og býður upp á að nota reglustiku til að fylgja línum þegar verið er að lesa af tölvuskjánum
Omoguru
Fjölbreytt viðbót sem leyfir okkur að breyta leturgerð, setja lit á bakgrunn og margt, margt fleira
Google Translate
Mjög áhrifarík viðbót sem leyfir okkur að þýða orð og heilar blaðsíður ef svo ber undir
Miðeind leiðréttingarsíða
Leiðréttingarsíða fyrir stafsetningu sem notar gervigreind til að leiðrétta stafsetningu og málfar.