Heimasíða Ingva Hrannars er stútfull af fróðleik. Þar inni er hægt að finna greinar og blogg sem Ingvi hefur skrifað um menntamál ásamt tenglum í hlaðvörp sem hann hefur tekið undir myllumerkinu Menntaspjall. Við getum hreinlega ekki mælt nægilega vel með þessari síðu. Skyldulesning og hlustun fyrir fólk sem vill vera með puttann á púlsinum þegar kemur að menntamálum.
Síðan hennar Álfhildar er góð lesning fyrir alla sem vilja lesa um kennslu með tækni. Álfhildur skrifar hér um það sem hún er að gera í skólastarfinu í Skagafirði og fjallar m.a. um forritun í kennslu, E-Twinning og BreakOut. Efnistök eru víðtæk og gagnleg þeim sem vilja skoða hvað aðrir eru að gera þegar kemur að tæknimálum í skólastarfi á landinu.
Snjallvefjan hennar Helenu er frábær síða þar sem hægt er að fræðast um þær bjargir sem tæknin getur veitt nemendum sem þurfa á því að halda. Á síðunni finnur þú kennslumyndbönd og fróðleik um þau verkfæri sem eru í boði ásamt sýnikennslu í því hvernig setja á upp forrit og öpp í tæki nemenda.
Vefsíða þessi er verkefni Unnar Valgeirsdóttur á námskeiðinu Menntun og upplýsingatækni, MUT1510 við Háskólann á Akureyri. Vinnu tengda námskeiðinu má finna á Námsmappa. Að auki er að finna yfirlit yfir helstu forrit og vefsíður sem hún er að nota í kennslu og starfi, Osmo síðuna sem hún útbjó eftir innblásturinn á UTís2018 og Padlet korktöflu fyrir starfsfólk Giljaskóla og aðra áhugasama ásamt samþættingu dönsku og upplýsingatækni.
Á þessari síðu er að finna bjargir og síður sem ætlaðar eru fyrir nemendur sem tala arabísku. Inni eru orðalistar sem búið er að setja upp á Quizlet með myndum og íslensku tali til að hjálpa til við að læra íslensku. Einnig eru hlekkir á myndbönd og fleira myndefni sem nýtist við kennslu ÍSAT nemenda sem tala arabísku.
Dönskukennslusíða hennar Kristínar Björnsdóttur Jensen, dönskukennara við Menntaskólann á Akureyri er stútfull af frábærum verkefnum og kennsluefni fyrir dönskukennslu á öllum aldri. Þarna er að finna leiki, verkefni, orðaforða og margt margt fleira. Algjörlega frábært framtak sem við hvetjum ykkur til að nýta.
Breakout Edu svipar til „escape“ leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út. Breakout er einnig til í stafrænum útfærslum ef kassinn er ekki til staðar eða undirbúningur af skornum skammti. Á þessari síðu er hægt að fræðast um allt sem tengist Breakout Edu ásamt fjölda verkefna sem hægt er að ná í og nota í kennslu.