Google Slides er glæruforritið í Gsuite. Forritið er einfalt og þægilegt í notkun og hefur marga hluti sem ekki er hægt að finna í öðrum sambærilegum glæruforritum. Við bendum ykkur á að kíkja á viðbæturnar sem fylgja Slides og sérstaklega á Kanna hnappinn sem virkjar gervigreindina til að setja upp glærur fyrir mann með tilheyrandi tímasparnaði.
Slides, að stilla útlit
Hvernig við stillum útlitið á Slides og hvernig við getum sótt okkur fyrirfram útbúnar glærur á slidescarnival.com sem hægt er að breyta og setja okkar efni inn í til að spara okkur tíma.
Slides, að birta á vefnum
Hvernig við útbúum Slides til að birtast beint á vefnum þegar við sendum hlekk frá okkur. Frábært t.d. fyrir myndasýningar og fleira.
Slides, animation
Hvernig við getum látið hluti birtast og hverfa inni í glærum við smelli eða eftir tíma. Animation gerir okkur kleift að gæða glærurnar lífi.
Slides, prentun
Hvernig við prentum út glærur, margar glærur á einni bls. Glærur með glósulínum og fleira skemmtilegt sem við könnumst við úr PowerPoint.
Mote raddskilaboð
Mote raddskilaboð er viðbót sem gerir okkur kleift að setja inn raddskilaboð í mörg forrit frá Google. Með þessu fæst mikill tímasparnaður t.d. á Classroom þar sem tímafrekt getur verið að skrifa inn comment hjá öllum nemendum.