Helperbird viðbótin er algjörlega mögnuð þegar kemur að því að aðstoða þá sem eru með lestrarvanda eða bara fyrir þá sem finnst gott að hlusta í staðinn fyrir að lesa. Viðbótin virkar bæði á Chrome vafrann í tölvum og á Safari vafrann í iPad. Hérna getur þú séð það helsta sem hægt er að gera í Helperbird.
Helperbird yfirlit
Stutt yfirlit yfir hvað hægt er að gera með viðbótinni. Hvernig virkar Helperbird og til hvers notum við hana?
HelperBird innskráning
Hvernig skráum við okkur inn á viðbótina til að virkja áskriftina í Chrome og í iPad fyrir þá skóla sem hafa greitt áskrift að Helperbird
Helperbird flýtistika
Flýtistikan er hönnuð til að auðvelda ykkur að nýta þær lausnir sem henta ykkur best. Hér sérðu hvernig þú bætir við og fjarlægir hluti af henni til að eiga auðvelt með að nálgast þau hjálpartæki sem þér finnst best að nota
Helperbird lestraraðstoð
Hvernig við stillum letur, textastærð, bil á milli stafa og orða, bil á milli lína og fleira gagnlegt
Helperbird önnur hjálpartæki
Hér er yfirlit yfir nokkur hjálpartæki inni í Helperbird sem gætu gagnast. Reglustika, litur á síðu og fleira
Immersive Reader í Helperbird
Hvernig við notum Helperbird til að lesa fyrir okkur vefsíður og námsbækur og jafnvel að þýða þær líka
Upplestur námsbóka með Helperbird
Við notum Helperbird til að opna námsbækur á Drive eða í tölvu/iPad. Þannig getum við nýtt okkur Immersive Reader til að sýsla með textann í bókunum, lesa þær upp og þýða þær fyrir okkur ef við þurfum
Helperbird raddinnsláttur
Hvernig við notum Helperbird til að skrifa fyrir okkur texta eftir raddinnslætti og setja hann svo í Miðeind til að lagfæra hann
Kveikja á Helperbird í iPad
Við getum auðveldlega notað Helperbird í iPadinum með því að virkja viðbótina í Safari vafranum. Hérna sérðu hvernig það er gert. Þegar viðbótin er orðin virk er hægt að nota viðbótina eins og í Chrome vafranum í tölvu og sést á myndböndunum hér að ofan
Helperbird raddinnsláttur stillingar
Hvernig við stillum Chromebooks þannig að raddinnslátturinn virki fyrir íslenskuna og hægt sé að tala og láta Helperbird skrifa fyrir sig.