Google Forms er forrit þar sem hægt er að setja upp próf, spurningar og eyðublöð til að safna upplýsingum. Forritið er einfalt en virkar mjög vel. Við bendum ykkur á að kíkja á Rafræn próf síðuna þar sem hægt er að finna fjölmörg verkefni með innbyggðum svarlyklum sem hægt er að sækja og nýta sér í ykkar vinnu.
Að opna Forms og stilla útlit
Hvernig við byrjum í Google Forms, skírum skjalið og leikum okkur með útlitið á skjalinu áður en við byrjum að gera spurningar.
Að búa til spurningar
Hægt er að vera með margvíslegar spurningar inni í Forms, allt frá opnum spurningum til krossaspurninga. Hægt er að sækja spurningar úr öðrum Forms eyðublöðum og endurnýta þær í nýju skjali. Hér verður líka skoðað hvernig við setjum inn myndir sem ítarefni við spurningar. Einnig er hægt að stilla Forms til að fara yfir rétt og röng svör og sýnum við hvernig það er gert.
Stillingar og senda Forms
Hvernig eigum við að stilla Forms áður en við sendum skjalið frá okkur til nemenda og hvaða leiðir eru í boði til að senda próf, t.d. inn á Google Classroom. Hvernig skoðum við svör nemenda þegar búið er að svara prófi eða safna upplýsingum.
Rafræn próf sótt og send
Á þessari síðu eru fjölmörg próf og kannanir sem hægt er að sækja og nýta sér. Í þessu myndbandi förum við yfir hvernig það er gert, hvernig prófin eru stillt og send frá sér og niðurstöður skoðaðar þegar búið er að svara.
Mote raddskilaboð
Mote raddskilaboð er viðbót sem gerir okkur kleift að setja inn raddskilaboð í mörg forrit frá Google. Með þessu fæst mikill tímasparnaður t.d. á Classroom þar sem tímafrekt getur verið að skrifa inn comment hjá öllum nemendum.